Leiðandi arkitektar á Norðurlöndum

Nordic Office of Architecture sér um hönnun Orkureitsins en stofan er ein af leiðandi stofum Norðurlanda þegar kemur að hönnun vandaðra fjölbýla.

Nordic hefur verið í fararbroddi við uppbyggingu stórra og viðamikilla verkefna á Íslandi undanfarin ár, sem öll bera vitni glæsilegri hönnun og hugvitssamlegum lausnum. Má þar m.a. nefna stækkun Leifsstöðvar, Grófarhús, nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, Seðlabankann, Héðinsreit, Hof á Akureyri og fleira.

Helgi Mar Hallgrímsson leiðir verkefnið fyrir hönd Nordic á Íslandi. Hann lauk meistaragráðu í arkitektúr frá Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn og hefur í fjölmörg ár unnið að fjölbreyttum verkefnum á sviði byggingahönnunar, innréttinga og skipulags.

Helgi Mar Hallgrímsson leiðir hönnun á Orkureitnum fyrir hönd Nordic Office of Arcitechture

Fyrri verk

Undir áhrifum frá Orkuhúsinu

„Orkuhúsið er mjög einkennandi bygging með áhugaverðum arkitektúr og hönnun reitsins hverfist óneitanlega um hana. A-húsið er til að mynda tengt við það með tengibyggingu en einnig útlitslega. Allt ytra byrði þess er unnið í sama „módúl“, gluggakantar, klæðning og fleira.”

Björt og falleg heimili

Í húsunum á Orkureitnum eru fjölbreyttar íbúðir, allt frá litlum einstaklings- og paraíbúðum upp í stórar „penthouse“ íbúðir. Lögð er alúð við að byggja upp björt og falleg framtíðarheimili þar sem vellíðan íbúa er höfð að leiðarljósi og snjallar lausnir miða að því að hafa jákvæð áhrif á daglegt líf. Má þar m.a. nefna nýjar lausnir til loftskipta sem stuðla að meiri loftgæðum innandyra en við eigum að venjast.

Vönduð hönnun – mikil lofthæð

Lögð er áhersla á vönduð byggingarefni og hagnýtt skipulag sem bætir nýtingu fermetranna. Gangar eru lágmarkaðir og alrými eins og stofur og eldhús hámörkuð. Lofthæð er almennt um 20 cm hærri en gengur og gerist – og enn hærri á efstu hæð. Þá er áhersla lögð á góða hljóðhönnun og stóra glugga sem hleypa birtunni vel inn og bjóða upp á gott útsýni.

Útsýni stækkar upplifun

Góðu útsýni fylgir aukin vellíðan. Það getur auðveldlega „stækkað íbúðina“ og haft jákvæð áhrif á upplifun innandyra. Margar íbúðanna eru með útsýni yfir Laugardalinn og Esjuna. Íbúðir á efstu hæðum eru einnig með útsýni til austurs að Bláfjöllum og til vesturs að Faxaflóa og Snæfellsnesi.

Hönnun í takt við umhverfið

Fasteignasölur