Fyrsta BREEAM-vottun í Reykjavík og einkunnin Excellent

Orkureiturinn er hannaður með sjálfbærni og vistvæn sjónarmið að leiðarljósi og sérstök áhersla er lögð á endurnýtingu orku og endurvinnslu byggingarefna, jarðvegs og gróðurs á svæðinu.

Skipulag Orkureitsins er vottað af BREEAM Communities og fyrsta BREEAM-verkefnið á Íslandi sem fær næsthæstu mögulegu einkunn, eða „Excellent“.

Á Orkureitnum er ekki látið staðar numið með því að BREEAM-votta skipulagið heldur eru íbúðirnar sjálfar byggðar með það fyrir augum að þær verði einnig Svansvottaðar og séu bjartar, með góðum loftgæðum og vönduðum og umhverfisprófuðum byggingarefnum.

Hverfi með Excellent einkunn
BREEAM certificate

Hvað liggur að baki BREEAM-vottun?

BREEAM Communities er alþjóðlega viðurkenndur, breskur vistvottunarstaðall þar sem þriðji aðili vottar skipulag með tilliti til umhverfislegra, félagslegra og efnahagslegra gæða.

Meðal þess sem liggur að baki umhverfisvottun BREEAM má nefna:

  • Endurnýtingu byggingarefna, jarðvegs og gróðurs á svæðinu.
  • Notkun vistvænni efna við uppbyggingu.
  • Áherslu á opin græn svæði og blágræna innviði.
  • Snjallar ofanvatnslausnir.
  • Skjólgóða og notalega inngarða, vel tengda aðliggjandi svæðum.
  • Áætlaða skiptistöð Borgarlínu í næsta nágrenni (á Suðurlandsbraut á móts við Glæsibæ) og góðar tengingar með vel skipulögðum göngu- og hjólastígum.
  • Hver íbúð verður útbúin með eigið loftræstikerfi, sem tryggir mjög góð loftgæði og endurnýtingu varma.

Fjárfestu með hreinni samvisku

Til að fá BREEAM-vottun þarf að uppfylla strangar kröfur. Hún er því mikill gæðastimpill á skipulagið og byggðina, gerir hverfið að góðum kosti til fjárfestingar með góða samvisku, auk þess sem umhverfisþættirnir sem að baki liggja munu hafa jákvæð áhrif á lífsgæði og daglegt líf íbúa.

div