Safír Klassík
Safír Klassík ber nafn með rentu. Falleg, látlaus og tímalaus lína sem skapar hlý og falleg heimili. Safír Klassík verður á 1. og 2. hæð D húss. Innan hennar eru fjórar mismunandi útfærslur hvað varðar samsetningar en íbúðirnar eru þegar frágengnar og verða afhentar fullinnréttaðar.
Fjórar samsetningar frá Rut Kára
Íbúðir á 1. og 2. hæð eru þegar innréttaðar með fjórum mismunandi útfærslum á Klassík.

Safír Klassík 1
Eldhús
Innréttingar: Fönn (Nobilia Laser White 419)
Borðplata: harðplast – Strombolian Light 215
Blöndunartæki: Grohe
Tæki: Siemens (iQ300), Elica og Bora
Bað
Innréttingar: Fönn (Nobilia Laser White 419)
Borðplata: harðplast – Strombolian Light 2015
Blöndunartæki: Grohe
Salerni: Duravit, vegghengt með innb. vatnskassa
Baðkar: Bette, stál
Almennt
Innréttingar: Fönn (Nobilia Laser White 419)
Hurðir: Ebson, yfirfelldar, svört plastfilma með viðaráferð
Vandaðar þýskar innréttingar
Allar innréttingar koma frá GKS í samvinnu við Nobilia, sem er virtur þýskur framleiðandi og eitt af leiðandi innréttingafyrirtækjum Evrópu. Framkvæmdaraðili hefur áralanga góða reynslu af notkun innréttinga frá GKS og Nobilia.
Innréttingarnar sem urðu fyrir valinu eru framleiddar úr sérlega vönduðu og endingargóðu efni sem hefur sannað gildi sitt. Efnin eru álagsprófuð og sést lítið á innréttingaefninu þó notkun sé mikil. Áferð þeirra er einnig afar fáguð, sem gefur hlýju og góða tilfinningu í hverju rými.
Allar eldhús- og baðinnréttingar eru í svokallaðri N-línu, með innfelldum höldum og lýsingu.
Innréttingar og skápar ná upp í loft – og milli veggja þar sem því er komið við. Þær eru innbyggðar í veggi íbúðar sem gefur rýminu aukið vægi og stílhreinna yfirbragð. Allar dyr innan íbúða eru yfirfelldar.
Auðvelt er að bæta við innréttingum eftir þörfum, eins og sjónvarpseiningum, hillum, aukaskápum og fleiru. GKS býður viðskiptavinum Orkureits upp á hátt þjónustustig vegna breytinga og viðhalds.
Búnaður
Eldhúsinnrétting og tæki
Við hönnun íbúða er mikil áhersla lögð á vinnuhagræði í eldhúsinu. Íbúðir eru afhentar með öllum hefðbundnum raftækjum í eldhúsi. Kæliskápar, frystiskápar og uppþvottavélar eru innbyggðar. Íbúðirnar eru búnar vönduðum og glæsilegum tækjum frá Siemens, háfi frá Elica og íbúðir með eyjur eru með innbyggðu spanhelluborði frá Bora. Í helluborðinu er innbyggður gufugleypir og því þarf ekki eyjuháfa.
Gólfefni og hurðar
Gólf á baðherbergi og þvottahúsi eru flísalögð. Veggir á baðherbergjum eru flísalagðir að mestu en víða er veggur eða hluti veggs skilinn eftir svo hægt sé að mála og fá fram hlýlegra yfirbragð. Milliveggir votrýma eru hlaðnir með steini. Að öðru leyti eru íbúðir afhentar án gólfefna en kaupendur geta fengið viðarparket sem Rut Kára hefur valið, eða harðparket lagt á gólf íbúða gegn hóflegu gjaldi. Allar innihurðir eru yfirfelldar í svörtum lit með viðaráferð og svörtum hurðarhúnum, samkvæmt vali innanhússarkitekts.
Bað og þvottaaðstaða
Við hönnun er mikil áhersla lögð á að baðinnréttingin sé rúmgóð og fallega frá gengin með lýsingu. Baðherbergi eru almennt einnig með þvottaaðstöðu í innréttingu innan baðherbergis. Glæsileg handlaug frá Nicos er innbyggð í innréttingu og glæsileg blöndunartæki fyrir handlaug og sturtu eru svört frá Grohe. Vegghengt salerni með innbyggðum vatnskassa er frá Duravit.
Skilalýsing
Allar nánari útlistanir á innréttingum, frágangi og búnaði er að finna í skilalýsingum á íbúðasíðum.