Safír Premíum

Safír Premíum er lína þar sem fágun og glæsileiki ráða för í hverju smáatriði. Hér er sérstakur metnaður lagður í hönnun og útfærslu sem skilar sér í heildarmynd sem svíkur engan. Premíum línan er einungis í boði á tveimur efstu hæðum D húss, 7. og 8., og tveimur íbúðum á 6. hæð. Um er að ræða einstakar „penthouse“ íbúðir með stórum svölum og ýmsum munaði sem ekki er í boði á neðri hæðum.

Sex samsetningar frá Rut Kára

Sex mismunandi valkostir eru innan Premíum hvað varðar samsetningar, snemma í kaupferli.

Safír Premíum 1 – litasamsetning frá Rut Kára innanhússarkitekt á Orkureitnum
Safír Premíum 1
Safír Premíum 2 – litasamsetning frá Rut Kára innanhússarkitekt á Orkureitnum
Safír Premíum 2
Safír Premíum 3 – litasamsetning frá Rut Kára innanhússarkitekt á Orkureitnum
Safír Premíum 3
Safír Premíum 4 – litasamsetning frá Rut Kára innanhússarkitekt á Orkureitnum
Safír Premíum 4
Safír Premíum 5 – litasamsetning frá Rut Kára innanhússarkitekt á Orkureitnum
Safír Premíum 5
Safír Premíum 6 – litasamsetning frá Rut Kára innanhússarkitekt á Orkureitnum
Safír Premíum 6

Safír Premíum 1

Eldhús
Innréttingar: Easy Touch White Ultramatt 968
Borðplata: steinn – Motion Grey Silestone
Blöndunartæki: Grohe Eurosmart, útdraganlegt
Tæki: Siemens (iQ300), Elica og Bora

Bað
Innréttingar: Easy Touch White Ultramatt 968
Borðplata: steinn – Motion Grey Silestone
Blöndunartæki: Vola, innbyggð
Salerni: Duravit, vegghengt með innb. vatnskassa
Baðkar: Bette, stál

Þvottahús
Innréttingar: Fönn (Nobilia Laser white 419)
Borðplata: harðplast – Strombolian Light 215

Almennt
Innréttingar: Easy Touch White Ultramatt 968
Hurðir: standard yfirstærð, 235 cm, svartar

Vandaðar þýskar innréttingar

Mikil áhersla er lögð á að íbúðir séu búnar vönduðum innréttingum, eldhús- og baðtækjum og eru allar innréttingar sérhannaðar inn í hverja íbúð.

Allar innréttingar koma frá GKS í samvinnu við Nobilia, sem er virtur þýskur framleiðandi og eitt af leiðandi innréttingafyrirtækjum Evrópu. Framkvæmdaraðili hefur áralanga góða reynslu af notkun innréttinga frá GKS og Nobilia.

Innréttingarnar sem urðu fyrir valinu eru framleiddar úr sérlega vönduðu og endingargóðu efni sem hefur sannað gildi sitt. Efnin eru álagsprófuð og sést lítið á innréttingaefninu þó notkun sé mikil. Áferð þeirra er einnig afar fáguð, sem gefur hlýju og góða tilfinningu í hverju rými.

Allar eldhús- og baðinnréttingar eru í svokallaðri N-línu, með innfelldum höldum og lýsingu.

Innréttingar og skápar ná upp í loft – og milli veggja þar sem því er komið við. Þær eru innbyggðar í veggi íbúðar sem gefur rýminu aukið vægi og stílhreinna yfirbragð. Allar dyr innan íbúða eru yfirfelldar.

Auðvelt er að bæta við innréttingum eftir þörfum, eins og sjónvarpseiningum, hillum, aukaskápum og fleiru. GKS býður viðskiptavinum Orkureits upp á hátt þjónustustig vegna breytinga og viðhalds.

Búnaður

Eldhúsinnrétting og tæki

Við hönnun íbúða er mikil áhersla lögð á vinnuhagræði í eldhúsinu. Íbúðir eru afhentar með öllum hefðbundnum raftækjum í eldhúsi. Kæliskápar, frystiskápar og uppþvottavélar eru innbyggðar. Íbúðirnar eru búnar vönduðum og glæsilegum tækjum frá Siemens, háfi frá Elica og íbúðir með eyjur eru með innbyggðu spanhelluborði frá Bora. Í helluborðinu er innbyggður gufugleypir og því þarf ekki eyjuháfa. Í Premíum-íbúðum er einnig vínkælir frá Temptech.

Gólfefni og hurðar

Gólf á baðherbergi og þvottahúsi eru flísalögð. Veggir á baðherbergjum eru flísalagðir að mestu en víða er veggur eða hluti veggs skilinn eftir svo hægt sé að mála og fá fram hlýlegra yfirbragð. Milliveggir votrýma eru hlaðnir með steini. Að öðru leyti eru íbúðir afhentar án gólfefna en kaupendur geta fengið viðarparket sem Rut Kára hefur valið, eða harðparket lagt á gólf íbúða gegn hóflegu gjaldi.
Innihurðir í Premíum-línunni eru svo sér kapítuli út af fyrir sig. Þær eru með svartri viðaráferð í standard yfirstærð, 235 cm, með spjaldi fyrir ofan og lausar við alla karma og lista. Þær falla því slétt að vegg og frágangurinn er allur hinn fágaðasti.

Bað og þvottaaðstaða

Við hönnun er mikil áhersla lögð á að baðinnréttingin sé rúmgóð og fallega frá gengin með lýsingu. Glæsileg handlaug frá Duravit er innbyggð í innréttingu og vönduð og falleg blöndunartæki fyrir handlaug og sturtu eru svört frá Grohe. Vegghengt salerni með innbyggðum vatnskassa er frá Duravit.
Í mörgum íbúðanna er sér þvottahús, sömuleiðis fallega innréttað og frágengið, en í öðrum er þvottaaðstaða haganlega og smekklega innbyggð í baðinnréttingu.

Skilalýsing

Allar nánari útlistanir á innréttingum, frágangi og búnaði er að finna í skilalýsingum á íbúðasíðum.

Jákvæð orka í hverju rými

div