Laugardalurinn – hjarta borgarinnar

Laugardalurinn er sannkölluð vin fyrir þá sem búa þar í grenndinni enda eitt vinsælasta útivistarsvæði Reykvíkinga. Þar er bæði skjólgott og gróðursælt og vel nýttir göngu- og hjólastígar glæða mannlífið á þessum fallega stað.

Að búa við Laugardalinn eru lífsgæði sem þú getur notið.

Blómlegt líf í Grasagarðinum

Grasagarðurinn er sannkallaður sælureitur í borginni. Þar er dásamlegt að ganga um í skjóli trjánna og skoða mikið safn fjölskrúðugra blóma og annarra plöntutegunda. Fallegt, nærandi og fræðandi.

Rétt við Grasagarðinn er svo Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, vinsæll viðkomustaður fjölskyldufólks í Reykjavík um helgar.

Öll mannlífsflóran í kaffi

Kaffi Flóra er vinsæll viðkomustaður þeirra sem leggja leið sína í Grasagarðinn í Laugardal. Þar er dásamlegt að sitja úti á sólríkum sumardögum, umvafinn grænum trjám og fallegum blómum – en staðinn er að sjálfsögðu hægt að heimsækja allan ársins hring. Kjörinn sunnudagsgöngutúr frá Orkureitnum.

Stutt í sund og gæðastund

Möguleikar til æfinga og útivistar í Laugardalnum eru margir, bæði fyrir áhugafólk og þá sem stefna lengra. Æfingasvæði Þróttar og Ármanns eru stutt frá Orkureitnum þar sem börn og unglingar geta æft fjölbreyttar boltaíþróttir, frjálsar og fimleika.

Fyrir aðra er tilvalið að reima á sig skautana, draga fram gamla tennisspaðann eða taka sprett eftir göngu- og hlaupastígum sem liggja innan um skógi vaxinn Laugardalinn.

Þá eru tvær heilsuræktarstöðvar í jaðri Laugardalsins og því fjölbreyttir æfinga- og útivistarmöguleikar fyrir unga sem aldna.

Hreyfing fyrir alla

Möguleikar til æfinga og útivistar í Laugardalnum eru margir, bæði fyrir áhugafólk og þá sem stefna lengra. Æfingasvæði Þróttar og Ármanns eru stutt frá Orkureitnum þar sem börn og unglingar geta æft fjölbreyttar boltaíþróttir, frjálsar og fimleika.

Fyrir aðra er tilvalið að reima á sig skautana, draga fram gamla tennisspaðann eða taka sprett eftir göngu- og hlaupastígum sem liggja innan um skógi vaxinn Laugardalinn.

Þá eru tvær heilsuræktarstöðvar í jaðri Laugardalsins og því fjölbreyttir æfinga- og útivistarmöguleikar fyrir unga sem aldna.

Ástæðulaust að missa af landsleik

Laugardalsvöllurinn er staðurinn þar sem við komum saman til að upplifa glæsta sigra og sár töp og styðja landsliðin okkar í blíðu og stríðu.

Laugardalshöllin hefur gegnt sama hlutverki – og nú gæti farið að hilla undir nýja þjóðarhöll. Ekki amalegt fyrir íbúa Orkureitsins að hafa þennan suðupunkt stórra viðburða nánast í bakgarðinum.

div