Gæðin liggja í loftinu

Snjallar og nýstárlegar lausnir í loftræstingu og loftskiptum íbúða eru meðal þess sem mun hafa jákvæð áhrif á daglegt líf íbúa á Orkureitnum. Hver og ein íbúð mun hafa sinn eigin búnað til loftskipta þar sem íbúar geta aðlagað loftun að eigin þörfum, óháð öðrum íbúum hússins.

Íbúar hafa því jákvæða orku íbúðarinnar í eigin hendi.

Andaðu léttar í húsi sem andar

Hver íbúð hefur sitt eigið loftræstikerfi sem íbúar geta stillt eftir því sem hentar þeim. Það tryggir betra og heilsusamlegra loft innandyra og ekki þarf að opna glugga til að fá ferskt loft sem skilar sér einnig í minni hljóðmengun.

Betra loftflæði – betri byggingar

Sérstakur búnaður minnkar verulega álag í kringum glugga og hættu á myglu vegna leka. Búnaðurinn lágmarkar einnig rakamyndun og getur fyrirbyggt ótímabært viðhald og viðgerðir. Þá eru allir gluggar á Orkureitnum sérstaklega álagsprófaðir fyrir leka eftir uppsetningu.

Endurnýting orku og sparnaður

Ferskt og kalt loft er dregið inn í bygginguna og hitað með lofti sem skilað er til baka úr íbúðinni. Varmaskiptin skila um 80% varmaendurnýtingu sem leiðir af sér um 50% minni heitavatnsnotkun. Þessi aðferð eykur þannig bæði loftgæði og sparar orku og peninga.

Fasteignasölur