Rut Kára – heildarhugsun í hönnun

Rut Kára, ein af okkar fremstu innanhússarkitektum, hefur lagt línurnar fyrir Orkureitinn. Hún stýrir vali á litum, efni, innréttingum og lýsingu, bæði innan íbúða og í sameiginlegum rýmum. Rut hefur einstakt auga fyrir smáatriðum, sem geta þó skipt sköpum fyrir hina fullkomnu útkomu. Hönnun hennar einkennist af einföldum og stílhreinum formum þar sem vönduð efni, fáguð litapalletta og falleg lýsing hjálpa til við að skapa sígilt en um leið hlýlegt yfirbragð.

Rut lærði innanhússarkitektúr í Istituto Europeo di Design í Róm og útskrifaðist þaðan árið 1993. Frá þeim tíma hefur hún starfað sem innanhússarkitekt á Ítalíu og Íslandi og sinnt verkefnum á því sviði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Látlaust, klassískt og vandað

„Í minni vinnu leitast ég við að hönnunin sé þannig að hún eldist sem best. Ég vil að hún sé látlaus, klassísk og að efnisvalið sé vandað. Mér finnst þetta sérstaklega mikilvægt þegar hannað er fyrir heilt fjölbýlishús þar sem ólíkt fólk með mismunandi smekk kemur til með að búa. Það sem hannað er og valið innanhúss þarf að mynda fallegan og látlausan grunn fyrir verðandi eigendur svo þeir geti síðan búið til fallegt heimili á þeirra eigin forsendum.

Á Orkureitnum legg ég svo mikið upp úr því að hafa ákveðið flæði í stemningu og efnisvali á milli sameignar og íbúðanna sjálfra. Þannig tekur strax við fólki ákveðin stemning og efnisval í inngöngum inn í fjölbýlin, sem tónast við íbúðirnar sjálfar.“

Þrjár samsetningar frá Rut Kára

Rut Kára hefur hannað og lagt til þrjár fallegar samsetningar fyrir innri frágang íbúðanna er varðar liti og efnisval innréttinga, flísar, gólfefni og tæki.

Samsetningarnar má skoða í sýningarsal GKS, en við köllum þær Fönn, Sand og Jörð.

R1 Fönn – litasamsetning frá Rut Kára innanhússarkitekt á Orkureitnum
R1 Fönn
R2 Sandur – litasamsetning frá Rut Kára innanhússarkitekt á Orkureitnum
R2 Sandur
R3 Jörð – litasamsetning frá Rut Kára innanhússarkitekt á Orkureitnum
R3 Jörð

Dæmi um fyrri verk frá Rut Kára

Vandað og stílhreint

div