Íbúð nr. | 610 |
Birt stærð m² | 57.3 |
Geymsla m² | 7.8 |
Svalir/verönd m² | 3.8 |
Innrétting | R5 |
Verð í milljónum | 67.9 |
*Um nettóflöt íbúða/rýma er að ræða á teikningu. Vísað er í skráningartöflu viðkomandi matshlutar varðandi brúttó og birtar fermetrastærðir íbúða.
Bílastæði er ekki innifalið í verði.

Efnisval og innréttingar
Innréttingarleið þessarar íbúðar er sérvalin og ber heitið Rut 5. Hafið samband við fasteignasala fyrir nánari upplýsingar.
Búnaður
Eldhúsinnrétting og tæki
Íbúðir eru afhentar með öllum hefðbundnum raftækjum í eldhúsi. Vandað er til við val á tækjum sem henta innréttingunum vel og koma frá viðurkenndum gæðamerkjum; ísskápar, uppþvottavélar og blástursofnar koma frá Siemens og spanhelluborð frá Siemens eða Bora.
Gólfefni og hurðir
Gólf á baðherbergi og þvottahúsi eru að mestu flísalögð, sem og veggir á baði. Annars eru íbúðir afhentar án gólfefna en kaupendur geta fengið Quick-Step harðparket lagt á gólf íbúða gegn hóflegu gjaldi. Allar innihurðir eru yfirfelldar í svörtum lit með viðaráferð og svörtum hurðarhúnum, skv. vali innanhússarkitekts.
Bað og þvottaaðstaða
Baðherbergi eru almennt með þvottaaðstöðu innan baðherbergis og eru því tengingar fyrir þvottavél og þurrkara á baðherbergi. Handlaug frá Nicos er innbyggð í innréttingu. Blöndunartæki handlaugar og sturtu eru svört frá Grohe og vegghengt salerni með innbyggðum vatnskassa einnig frá Grohe.
Skilalýsing
Allar nánari útlistanir á innréttingum, frágangi og búnaði er að finna í skilalýsingum á íbúðasíðum.