Aukin vellíðan með Svansvottun

Svansvottaðar íbúðir hafa mikla þýðingu fyrir íbúa en það er meðal annars trygging þess að engin skaðleg efni eru notuð við byggingu þeirra sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu og vellíðan. Markmið okkar er að allar íbúðir á Orkureitnum hljóti Svansvottun, hið opinbera umhverfismerki Norðurlandanna.

Bætt heilsa, vellíðan og sjálfbærni

Markmið Svansvottunar er að efla sjálfbærni við hönnun og skipulag til að draga sem mest úr áhrifum á umhverfi og um leið minnka þörf á viðhaldi, ásamt því að stuðla að bættri heilsu og vellíðan notenda og tryggja nýtingargildi til framtíðar. Ef vara er Svansvottuð er það merki þess að hún sé betri fyrir heilsuna og umhverfið.

Kröfur fyrir betra líf

Svansvottun gerir auknar kröfur á framkvæmdina sem skilar sér í umhverfisvænni húsum sem geta haft bein jákvæð áhrif á íbúa þess. Sýnt hefur verið fram á að ýmis skaðleg byggingarefni geta valdið ertingu í húð eða kallað fram ofnæmisvalda.

Andaðu rólega

Með Svansvottuðum húsum sköpum við aðstæður þar sem sem íbúar ganga að umhverfisgæðakröfum vísum – og geta andað rólega.

Hvað þýðir Svansvottun fyrir íbúa?

Góð innivist

Engin skaðleg efni eru notuð í framkvæmdum bygginganna og áhersla lögð á val umhverfisvænni og öruggari efna fyrir heilsu og vellíðan íbúa. Það tryggir betra og heilsusamlegra inniloft ásamt því að fyrirbyggja óeðlilega rakamyndun innandyra.

Raka- og mygluforvörn

Strangt rakavarnareftirlit er við hönnun og framkvæmd. Tilgangurinn er að auka öryggi bygginga á hönnunar-, framkvæmdar- og notkunartíma svo að gallar í hönnun eða rakasöfnun geti ekki valdið rakaskemmdum og myglu þegar fram líða stundir. Það tryggir að ekki þurfi að fara í ótímabært viðhald sem er bæði kostnaðarsamt og óumhverfisvænt.

Aukin gæði

Mikil áhersla er lögð á að tryggja gæðastjórnun í byggingarferlinu sem skilar sér í betri byggingu fyrir umhverfið og betri heilsu íbúa.

Orkusparnaður

Við hönnun bygginga er lögð áhersla á orkusparandi hönnun og aðgerðir sem skila sér í betri orkunotkun en reglugerðir gera kröfu um. Með betri einangrun, val á vandaðri gluggum og lýsingarhönnun sem tekur mið af bættri orkunotkun.

Umhverfisvænni bygging

Unnið er markvisst að því að draga úr umhverfisáhrifum í öllu lífsferli byggingar með því að huga vel að hringrásarhagkerfinu. Framkvæmdar eru lífsferilsgreiningar til að lágmarka kolefnisspor hönnunar og framkvæmda.

div