Fjölbreyttar íbúðir á eftirsóttum stað

Nýja hverfið við Laugardalinn

Orkureiturinn yfirlitsmynd

Fágun, gæði og vellíðan í fyrirrúmi

Annar áfangi Orkureitsins er nú í sölu. Í D húsi eru 133 vandaðar og vel útbúnar íbúðir sem henta jafnt einstaklingum og fjölskyldum af ýmsum stærðum. Staðsetningin er einstök en íbúðirnar snúa margar að hinum fallega Laugardal og aðrar inn í notalegan inngarðinn sem hannaður er að evrópskri fyrirmynd. Í íbúðunum eru stærri gluggar en þekkjast venjulega sem gefa gott útsýni og veita íbúum mikla dagsbirtu.

Sem fyrr er vandað til hönnunar í hverju smáatriði, innan íbúða sem utan. Það er Rut Kára sem stýrir hönnun allra innréttinga þar sem áhersla er lögð á hátt gæðastig í efni og öllum frágangi. Vandað er einnig til hönnunar á sameiginlegum rýmum og leitast við að upplifun íbúa og gesta sé jákvæð um leið og gengið er inn í húsið. Sameignin mun nýtast til að treysta samfélag þeirra sem hér búa en líkamsræktarsalur og ýmis afþreying mun standa íbúum til boða á fyrstu hæð.

Þá verður fjölbreytt þjónusta á jarðhæð Orkureitsins. Má þar nefna veitingastaði, kaffihús og aðra hentuga nærþjónustu sem auka lífsgæði íbúa. Bílastæðamál eru vel leyst með sérmerktum stæðum að hluta, auk þess sem 10 stærstu íbúðum fylgja bílskúrar.

Á efstu hæðum er einstaklega mikið lagt í innréttingar, tæki og aðbúnað. Á rúmgóðum þaksvölum er heitur pottur og á þeim stærstu bæði heitur pottur og sána. Á Orkureitnum stefnum við að vellíðan í hæstu hæðum.

Orkureiturinn, útsýni af svölum.

Vandaðar íbúðir við útivistarperlu Reykjavíkur

Orkureiturinn er nýtt og glæsilegt íbúðahverfi við Laugardalinn, hina vinsælu útivistarparadís borgarbúa. Falleg hönnun og vandaðar lausnir gera Orkureitinn að einstökum stað að búa á.

Orkureiturinn, yfirlitsmynd.

4 áfangar

Orkureiturinn er byggður í fjórum áföngum sem saman mynda fallega umgjörð um þennan einstaka reit. Áfangi A og D eru nú í sölu.

Nú er D hús komið í sölu

Rut Káradóttir innanhússarkitekt stýrir efnisvali, litum og lýsingu á Orkureitnum

Rut Kára leggur línurnar

Rut Kára stýrir fágaðri hönnun innréttinga íbúða ásamt því að leggja línuna fyrir öll sameiginleg rými svo úr verður heildarmynd byggingar sem er engu lík. Rut Kára hefur lag á því að skapa heim sem við viljum búa í.

Fáguð hönnun

Margar innréttingaleiðir fyrir D hús

Rut Kára hefur sett saman þrjár fallegar innréttingalínur sem við köllum Safír Klassík, Safír Harmónía og Safír Premíum, en hver lína býður upp á nokkrar útfærsluleiðir.

Safír Klassík – litasamsetning frá Rut Kára innanhússarkitekt á Orkureitnum
Safír Klassík
Safír Harmónía – litasamsetning frá Rut Kára innanhússarkitekt á Orkureitnum
Safír Harmónía
Safír Premíum – litasamsetning frá Rut Kára innanhússarkitekt á Orkureitnum
Safír Premíum
Stefnt er að Svansvottun íbúðanna á Orkureitnum.

Dagsbirtuvottaðar íbúðir

Íbúðir á Orkureitnum eru sérhannaðar til að hámarka dagsbirtu og uppfylla skilyrði Svansvottunar. Góð dagsbirta innandyra eykur vellíðan og lífsgæði. Það er bjart framundan á Orkureitnum.

Stórt og rúmgott bílastæðahús

Bílastæðahús neðanjarðar tengist öllum íbúðakjörnum Orkureitsins.

Skýrt og gott skipulag bílastæða

Stórt og rúmgott bílastæðahús verður neðanjarðar með beinni tengingu við alla íbúðahluta á Orkureitnum, þar sem þörf íbúa, gesta og fyrirtækjaeigenda fyrir geymslu bifreiða verður fullnægt.

Öndum léttar – í húsum sem anda

Á Orkureitnum verða kynntar nýjar lausnir í loftræstingu íbúða sem tryggja betra loft innandyra en áður hefur þekkst. Hver íbúð stýrir sínu loftstreymi sem tryggir jákvæða orku alla daga.

Stefnt er að Svansvottun íbúðanna á Orkureitnum.

Betri heilsa með Svansvottun

Markmið okkar er að allar íbúðir á Orkureitnum verði Svansvottaðar. Það tryggir það að engin skaðleg efni eru notuð við byggingu þeirra sem hefur jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan íbúa.

Orkureiturinn, inngarður.

Inngarðar að evrópskri fyrirmynd

Fallegir inngarðar flæða saman í Orkutorgið sem verður vettvangur iðandi mannlífs með upphituðum bekkjum, náttúrulegri tjörn, fallegum garðskála og öðru sem eykur lífsgæði íbúa allt árið um kring.

Orkureiturinn er með BREEAM Exellent vottun.

BREEAM-umhverfisvottun

Orkureiturinn er fyrsta íbúðaskipulag í Reykjavík sem hlýtur hina eftirsóttu BREAAM-umhverfisvottun. Vistvæn sjónarmið eru höfð að leiðarljósi sem skipta íbúa máli og hafa jákvæð áhrif á daglegt líf. Þess vegna er Orkureiturinn vistvæn framkvæmd til framtíðar.

Ein fremsta arkitektastofa Norðurlanda

Nordic Office of Architecture sér um hönnun Orkureitsins en stofan er ein af leiðandi stofum Norðurlanda þegar kemur að hönnun vandaðra fjölbýla og hefur verið í fararbroddi við uppbyggingu stórra verkefna á Íslandi undanfarin ár.

Helgi Mar Hallgrímsson leiðir verkefnið fyrir hönd Nordic.

Helgi Mar Hallgrímsson leiðir hönnun á Orkureitnum fyrir hönd Nordic Office of Arcitechture

Stutt í alla verslun og þjónustu

Map
5 min
10 min
15 min
  • Skólar
  • Veitingar
  • Verslun
  • Heilsa
  • Þjónusta
  • Álftamýrarskóli
  • Menntaskólinn við Sund
  • Langholtsskóli
  • Fjölbraut í Ármúla
  • Jói Fel Felino
  • Culiacan
  • Múlakaffi
  • Vox
  • Nings
  • Askurinn
  • Kaffi Milanó
  • Lemon
  • Gló
  • Olifa
  • Krúska
  • Vietnam Restaurant
  • Te & Kaffi
  • Saffran
  • KFC
  • Subway
  • Haninn
  • Tokyo Sushi
  • Bombay Baazar
  • Le Kock
  • Flóran
  • Bakarameistarinn
  • Ölver
  • Grill66
  • Austurlandahraðlestin
  • Pylsumeistarinn
  • Frú Lauga
  • Hagkaup
  • Krónan
  • Partíbúðin
  • Elko
  • Kría
  • Vodafone
  • Guðsteinn
  • Herrahúsið
  • 66°norður
  • Penninn
  • Snúran
  • Rúmfatalagerinn
  • EPAL
  • Bónus
  • Vínbúðin
  • Tri hjólreiðar
  • Ormsson
  • Tölvutækni
  • Nexus
  • Iceland
  • Ólavía og Oliver
  • Sjón Retro
  • Snyrtivöruverslunin
  • Casa
  • World Class Laugar
  • Laugardalslaug
  • Reebook Fitness
  • Primal
  • Íþróttasvæði Þróttar
  • Tennisvellir
  • Jógastöðvar
  • Heilsugæsla
  • Læknastöðin
  • Tannlæknar
  • Augnlæknar
  • Lyfjaval
  • Hreyfing
  • Landsleikir
  • Bifreiðaverkstæði
  • Fegurð og Spa
  • Dekurhornið
  • Laugardalur - gönguleiðir

Orkureiturinn er einstaklega vel staðsettur hvað varðar nálægð við daglega verslun og þjónustu, sem er öll í aðeins 5 til 15 mínútna göngufjarlægð, í Skeifu, Múlum og Glæsibæ. Þá er einnig stutt í leikskóla, grunnskóla og íþróttir, sem hentar vel fyrir fjölskyldufólk.

Laugardalurinn er í næsta nágrenni Orkureitsins.

Laugardalurinn – góður granni

Eitt mesta aðdráttarafl Orkureitsins er nálægðin við Laugardalinn, sem er eitt vinsælasta útivistarsvæði Reykvíkinga, enda bæði skjólgott og gróðursælt með vel skipulögðum göngu- og hjólastígum. Þar býðst jafnframt fjölbreytt afþreying og margir spennandi möguleikar til heilsuræktar og íþróttaiðkunar.

Hefurðu áhuga á að fylgjast með framgangi uppbyggingar á Orkureitnum?

Skráðu þig þá hér og fáðu mikilvægar upplýsingar, svo sem um forgangsskoðun íbúða o.fl.
Skráðu þig þá hér.
Húsin á Orkureitnum eru byggð í kringum Orkuhúsið.

Af alúð skal land byggja

SAFÍR byggingar sjá um framkvæmdir á Orkureitnum. Starfsfólk SAFÍR bygginga hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á íslenskum byggingamarkaði og hefur stýrt umfangsmiklum og fjölbreyttum byggingarverkefnum innan lands sem utan.

Nánari upplýsingar er að finna á safir.is

div